Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að European Court of Auditors - 327 svör fundust
Niðurstöður

Hagkvæmt myntsvæði

Hugtakið hagkvæmt myntsvæði (e. optimum currency area, OCA) er notað í kenningum hagfræðinga um það hvenær myntsamstarf ríkja borgar sig og hvenær ekki. Það á rætur að rekja til Roberts Mundell (1961), nóbelsverðlaunahafa í hagfræði. Hagkvæmt myntsvæði er svæði þar sem það hámarkar efnahagslega hagkvæmni svæði...

Hver var afstaðan til aðildar að ESB samkvæmt skoðanakönnunum í umsóknarríkjum árin fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur, í þeim löndum sem þær voru haldnar?

Þjóðaratkvæðagreiðslur um aðild að Evrópusambandinu fóru fram í 15 af 28 núverandi aðildarríkjum sambandsins. Fjallað er um niðurstöður atkvæðagreiðslnanna í svari við spurningunni Hafa öll aðildarríki ESB kosið í lýðræðislegri kosningu um aðild að ESB? Góðar upplýsingar um afstöðuna til aðildar í umsóknarríkj...

Hvernig er samskiptum ESB og NATO háttað?

Samningar milli Norður-Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Evrópusambandsins (ESB) um samstarf á sviði öryggis- og varnarmála voru gerðir undir lok ársins 2002 og í upphafi 2003. Þeir mynda hinn eiginlega ramma Berlín-Plús-fyrirkomulagsins sem veitir Evrópusambandinu aðgang að tækjum og búnaði bandalagsins þegar NAT...

Nú hefur ESB reiknað út skattbyrði landa sinna fyrir árið 2011, hvert er hlutfall Íslands til samanburðar?

Í vikunni voru sagðar fréttir af því í íslenskum fjölmiðlum að Danir væru skattakóngar Evrópusambandslandanna. Tilefnið var nýútkomin samantekt Eurostat um skatttekjur Evrópusambandsríkjanna á árinu 2011. Samkvæmt niðurstöðum Eurostat námu skatttekjur danska ríkisins 48,6% af vergri landsframleiðslu árið 2011 eða ...

Hvernig gæti innganga í ESB haft áhrif á dreifbýl svæði eins og Austurland?

Rannsóknir á áhrifum ESB-aðildar á dreifbýl svæði eru af skornum skammti enn sem komið er en kunna að aukast á næstunni í tengslum við umsókn Íslands. Hægt er að segja fyrir um hvaða svið samfélagsins yrðu helst fyrir áhrifum en erfiðara er að segja fyrir um hve mikil þau yrðu eða hvort þau beri að telja jákvæð eð...

Varnarmálastofnun Evrópu

Varnarmálastofnun Evrópu (e. European Defence Agency) var stofnuð árið 2004 og hefur aðsetur í Brussel í Belgíu. Hún er liður í sameiginlegri stefnu ESB í öryggis- og varnarmálum og hefur það hlutverk að: þróa varnarbúnað og getu til hættustjórnunar, auka rannsóknir og tækniþekkingu á sviði öryggis- og varnarmál...

Hver er munurinn á EFTA, EES og Schengen-samkomulaginu? - Myndband

EFTA stendur fyrir European Free Trade Association sem þýðist á íslensku sem Fríverslunarsamtök Evrópu. EES stendur fyrir Evrópska efnahagssvæðið. Það var stofnað með EES-samningnum milli EFTA/EES-ríkjanna og Evrópusambandsins. Schengen-samstarfið snýr annars vegar að því að tryggja frjálsa för einstaklinga um inn...

Hvað eru TAIEX-styrkir og hverjir geta sótt um þá?

Síðan sumarið 2010 hefur Íslandi staðið til boða svokölluð TAIEX-aðstoð Evrópusambandsins. Hún gengur fyrst og fremst út á að aðstoða umsóknarríki ESB við að undirbúa sig undir þær skuldbindingar sem aðild að Evrópusambandinu felur í sér. TAIEX snýst um að miðla starfsmönnum í stjórnsýslu umsóknarríkja nauðsynlegr...

Evrópski viðbragðssjóðurinn fyrir fjármálastöðugleika

Evrópski viðbragðssjóðurinn fyrir fjármálastöðugleika (e. European Financial Stabilisation Mechanism, EFSM) er lánasjóður framkvæmdastjórnarinnar til aðstoðar aðildarríkjum Evrópusambandsins í fjárhagsvanda ólíkt Evrópska stöðugleikakerfinu sem ætlað er að aðstoða evruríkin lendi þau í efnahagsvandræðum. Lán til Í...

Hvað er embættismannakvóti Evrópusambandsins og hvaða reglur gilda um hann?

Í spurningunni felst líklega skírskotun til umræðna sem áttu sér stað á Alþingi í byrjun nóvember þegar Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins spurði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra hver embættismannakvóti Íslands yrði við hugsanlega inngöngu í Evrópusambandið. Staðreyndin er þó sú að engar reglu...

Er algengt að aðildarríki ESB myndi klíkur eða bandalög?

Aðildarríki Evrópusambandsins starfa gjarnan saman þegar hagsmunir þeirra eiga samleið til að auka áhrif sín innan sambandsins. Þar sem engin tvö ríki eiga nákvæmlega sömu hagsmuna að gæta eru hagsmunabandalög yfirleitt ekki langlíf heldur einangruð við einstök málefni. Sum hagsmunabandalög hafa þó verið starfrækt...

Verða jólin betri ef við göngum í ESB?

Undanfarna mánuði hefur Evrópuvefurinn staðið fyrir kynningum á vefnum í framhaldsskólum og jafnframt tekið á móti spurningum um Evrópumál frá nemendum. Markmið þessara heimsókna er fyrst og fremst að ræða við nemendur um mikilvægi hlutlægra upplýsinga í tengslum við Evrópusambandið og aðildarviðræðurnar og benda ...

Kjarnorkubandalag Evrópu

(European Atomic Energy Community, EURATOM) var stofnað með Rómarsáttmálunum árið 1957 sem grundvöllur fyrir samvinnu í rannsóknum á friðsamlegri notkun kjarnorku. Aðilar voru í byrjun Þjóðverjar, Frakkar, Ítalir og Beneluxþjóðirnar, sömu þjóðir og stóðu að Kola- og stálbandalaginu 1952 og Efnahagsbandalagi Evrópu...

Einingarlög Evrópu

(Single European Act, SEA) tóku gildi árið 1986. Þau styrktu innri markaðinn og lögðu grunn að samstarfi í utanríkis- og öryggismálum. Einnig fólust í þeim breytingar á reglum um ákvarðanir, til dæmis um atkvæðagreiðslur með auknum meirihluta í stað neitunarvalds....

Alþjóðahafrannsóknaráðið

Alþjóðahafrannsóknaráðið (e. International Council for the Exploration of the Sea, ICES) er alþjóðleg vísindastofnun. Stofnunin er sú elsta sinnar tegundar en hún var stofnuð árið 1902 í Kaupmannahöfn. Aðildarríki ráðsins eru 20 talsins þar af 15 ESB-ríki, Belgía, Bretland, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland,...

Leita aftur: